Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, býður sig fram í fyrsta sæti fyrir flokkinn í Norðausturkjördæmi í þingkosningum í haust. Hann mun því ekki bjóða fram Reykjavík þar sem hann býr nú. Þetta kom fram í viðtali við Benedikt á Morgunvaktinni á Rás 1 í morgun.
Benedikt segir að ástæðuna fyrir því að flokkurinn vilji hafa sterka frambjóðendur í öllum kjördæmum sé að þeir hugsi Ísland sem eina heild „en ekki sem borgríki gegn landsbyggðinni. Og þannig verðum við að hugsa sem alvöru stjórnmálaflokkur.“
Í gær var birt ný skoðanakönnun Gallups um fylgi flokkanna. Þar mælist Viðreisn nú með tæplega 11 prósenta fylgi. Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra, lagði í gær fram frumvarp um að núverandi löggjafarþingi ljúki 29. október. Og þar með virðist það ljóst að Alþingiskosningar verða þann dag.