Beint flug frá Akureyri til Portúgals í sumar

Úrval-Útsýn býður fyrst ferðaskrifstofa beint flug frá Akureyri til Faro í Portúgal vikulega í sumar.  Nú geta norðlenskar og austurlenskar fjölskyldur flogið beint í fríið á Algarve ströndina og í sólina.  Í samstarfi við portúgalska söluaðila bjóðast nú einnig ferðir frá Portúgal til Akureyrar og nágrennis.  

Í Portúgal hafa margir af fremstu snillingum golfsins slegið sín fyrstu högg og líka þeir sem eru skemmra komnir, en þar er fleira fyrir áhugamenn um útiveru, svo sem gönguferðir, siglingar, brimbrettaæfingar, köfun, fiskveiðar, svo fátt eitt sé nefnt. Börnin geta skemmt sér á sólarströndinni, við sundlaugina eða í vatnsrennibrautagörðunum. Í sumar verða íslenskir fararstjórar á vegum Úrvals Útsýnar í Portúgal og eru þeir til þjónustu reiðubúnir fyrir farþega meðan á dvöl þeirra stendur. Undir þeirra leiðsögn gefst farþegum kostur á spennandi skoðunarferðum fyrir alla aldurshópa.

Sólarstaðurinn Albufeira er borg í suðurhluta Portúgals.  Íbúar borgarinnar eru rétt rúmlega 35,000 og búa þeir á 140 km² svæði.  Í boði eru frábærir gististaðir í ýmsum verðflokkum, áhugaverðar skoðunarferðir eða bara sleikja sólina og flatmaga á ströndinni með góða bók. Portúgalskur matur er ljúffengur og spennandi, sérstaklega saltfiskréttirnir. Í Albufeira er úrval matsölustaða í öllum verðflokkum. Það er  fátt betra en frí á sólarströnd, þar sem blátær sjórinn og himinninn renna saman í eitt. Óskafrí þar sem hægt er að hlaða batteríin og  koma heim með orku fyrir veturinn.

Nánari upplýsingar um gististaði og verð er að finna á http://www.urvalutsyn.is/Sol/Portugal/

Úrval Útsýn á rætur sínar að rekja til frumkvöðla ferðaþjónustu á Íslandi og getur rakið sögu sína áratugi aftur í tímann. Úrval-Útsýn er í dag ein umsvifamesta ferðaskrifstofa landsins og er í eigu Ferðaskrifstofu Íslands ehf. sem á og rekur auk Úrvals-Útsýnar, ferðaskrifstofurnar Sumarferðir, Plúsferðir og Express ferðir.

Nýjast