Fyrirtækið BB Byggingar átta lægsta tilboðið í byggingu kaffihúss í Lystigarðinum á Akureyri og fullnaðarfrágang á húsi og lóð en tilboðin voru opnuð í vikunni. Alls bárust þrjú tilboð í verkið og voru þau öll yfir kostnaðaráætlun. BB Byggingar buðu rúmar 69,7 milljónir króna í verkið, eða 117,4% af kostnaðaráætlun sem hljóðaði upp á 59,4 milljónir króna. Hlaðir ehf. byggingarfélag bauð rúmar 74,3 milljónir króna, eða 125,1% af kostnaðaráætlun og ÁK smíði bauð rúmar 76,5 milljónir króna, eða 128,9 milljónir króna.
Eftir er að fara yfir tilboðin hjá Fasteignum Akureyrarbæjar. Markmið framkvæmdanna er að mæta þörfum ferðamanna sem heimsækja garðinn og laða fleiri bæjarbúa að garðinum. Framkvæmdum við hús og lóð á að vera að fullu lokið 11. maí á næsta ári.