Barnasöngleikur frumsýndur í Laugaborg í ágúst

Aðalhlutverkin eru í höndum Eyþórs Daða Eyþórssonar sem leikur Gutta og Birgittu Bjarkar Bergsdóttur…
Aðalhlutverkin eru í höndum Eyþórs Daða Eyþórssonar sem leikur Gutta og Birgittu Bjarkar Bergsdóttur sem leikur Selmu.

„Þetta er líflegt leikrit og mikið að gerast, fullt af lífi og fjöri“ segir Pétur Guðjónsson, en nýtt barnaleikrit eftir hann verður frumsýnt í Laugaborg í Eyjafirði  í ágúst. Verkið heitir Gutti&Selma og ævintýrabókin. Hópur sem kallar sig Draumaleikhúsið setur sýninguna upp og er það gert í samvinnu við Handverkshátíð á Hrafnagili.

„Þetta er söngleikur og hann varð til seint á liðnum vetri.  Eftir að ég leikstýrði Ávaxtakörfunni hjá Leikfélagi Verkmenntaskólans á Akureyri höfðu forsvarsmenn Handverkshátíðar samband við mig og greindu frá því að þau hefðu áhuga fyrir að bjóða upp á barnasýningu í Laugaborg í tengslum við hátíðina,“ segir Pétur um tilurð verksins.

Mörg þekkt sönglög prýða verkið, lög á borð við; Lagið um það sem er bannað, Guttavísur, Skýin og Ég langömmu á, svo örfá séu nefnd.

Aðalhlutverkin eru í höndum Eyþórs Daða Eyþórssonar sem leikur Gutta og Birgittu Bjarkar Bergsdóttur sem leikur Selmu.

Söngleikurinn verður sýndur tvisvar á dag þá daga sem Handverkshátíð stendur yfir, frá fimmtudeginum 9. ágúst til sunnudagsins 12. ágúst.

Nýjast