Bandarískur markvörður til Þórs/KA

Chantel Nicole Jones. Mynd: Heimasíða Þórs.
Chantel Nicole Jones. Mynd: Heimasíða Þórs.

Kvennalið Þórs/KA í knattspyrnu hefur samið við bandarískan markvörð, Chantel Nicole Jones, um að leika með liðinu í Pepsi-deildinni í sumar. Eftir því sem fram kemur á heimasíðu Þórs er hún væntanleg til liðsins í apríl. Jones er 23 ára  og hefur verið í öllum yngri landsliðshópum Bandaríkjanna og var m.a. í hópi heimsmeistaraliðs U20 ára liðsins fyrir fjórum árum.

Nýjast