C-17 flugvél frá bandaríska hernum flutti í gær búnað til Akureyrar í tengslum við æfingar og loftrýmisgæslu í nóvember. Meðfylgjandi myndir tók Hörður Geirsson af flugvélinni.
Afar fjölsótt og vel heppnuð Hríseyjarhátíð var haldin um síðustu helgi. Á kvöldvöku laugardagskvöldsins var tilkynnt um úrslit í samkeppni um nafn á fjarvinnusetrið í eyjunni.
Bæjarhátíðin Ein með öllu fer fram á Akureyri um verslunarmannahelgina. Hátíðin verður glæsileg, líkt og undanfarin ár, með fjölbreyttri dagskrá fyrir alla fjölskylduna.
Brennisteinsdíoxíð í andrúmsloftinu mældist mikið á Akureyri í morgun en hefur minnkað eftir því sem líður á daginn. Vegna þessa voru krakkar í Vinnuskólanum á Akureyri sendir aftur heim þegar þeir mættu til vinnu í morgun.
Mikil loftmengun hefur verið í firðinum okkar fagra frá því í gærkvöldi og allar tölum um loftgæði eldrauðar. Fagfólki ber reyndar ekki saman um það hvort hér sé um að ræða mengun frá eldgosinu á Suðurnesjum eða hvort þetta sé loft sem ættað er frá Evrópu.
Útgáfa nýs hlutafjár í Samherja fiskeldi ehf. vegna Eldisgarðs, nýrrar landeldisstöðvar fyrir lax á Reykjanesi, hefur verið stækkuð í 210 milljónir evra úr 125 milljónum evra vegna aukinnar eftirspurnar fjárfesta.
Landsvirkjun og Landsnet hafa veitt Brunavörnum Þingeyjarsveitar styrk til kaupa á One-7 slökkvikerfi í tvær bifreiðar í eigu slökkviliðsins. Slökkvikerfið sjöfaldar slökkvimátt þess vatns sem er notað auk þess sem það dregur verulega úr mengun vegna slökkvistarfa frá því sem áður var.
Nemendur og starfsfólk Stórutjarnaskóla fengu nýverið styrk úr Erasmus+ áætlun Evrópusambandsins til að vinna að alþjóðlegu ungmennaverkefni sem ber nafnið „We – Við – Meie“. Verkefnið er leitt af Sigríði Árdal og Mariku Alavere í samstarfi við nemendur í 8.–10. bekk, og í september mun hópurinn taka á móti tíu ungmennum og kennurum þeirra frá Eistlandi.