C-17 flugvél frá bandaríska hernum flutti í gær búnað til Akureyrar í tengslum við æfingar og loftrýmisgæslu í nóvember. Meðfylgjandi myndir tók Hörður Geirsson af flugvélinni.
Arnar Guðmundsson ólst upp í Árhvammi í Öxnadal með foreldrum sínum og sex systkinum. Hann flutti síðar til Akureyrar um 16 ára aldur og bjó þar þangað til hann var um 27 ára. Þá færði hann sig austur á land með fjölskyldu sinni og settist að í Neskaupstað. Arnar býr þar með eiginkonu sinni, Ingibjörgu Þórðardóttur og eiga þau saman tvö uppkomin börn sem einnig búa í Neskaupstað. Arnar starfar þar sem kennari við Verkmenntaskóla Austurlands. Hann rifjar hér upp gamlar minningar úr sveitinni um hátíðirnar.
Elísu Kristinsdóttir þarf vart að kynna fyrir hlaupaáhugafólki en hún er einn fremsti utanvegahlaupari landsins. Í sumar sigraði hún meðal annars Akrafjall Ultra og Mt. Esja half marathon. Þá sigraði hún 100 km Gyðjuna í Súlur Vertical og um leið setti hún nýtt brautarmet. Í framhaldinu af því keppti hún á Heimsmeistaramótinu í fjallahlaupum þar sem hún hafnaði í 9. sæti.
Elínborg Snorradóttir, alltaf kölluð Lóa, er 86 ára Akureyringur sem hefur verið búsett fyrir vestan síðan 1958. Lóa ákvað að koma eitt sumar vestur að Mjólká við Arnarfjörð þar sem faðir hennar starfaði, þetta átti bara að vera eitt sumar. Þar kynnist hún Bergsveini Gíslasyni og þau byrjuðu fljótlega að búa og settust síðan að Mýrum í Dýrafirði árið 1961. Þar bjuggu þau í 61 ár eða þar til árið 2022 þegar Bersveinn lést. Þá flutti Lóa á elliheimilið Hlíf á Ísafirði og þar unir hún sér vel.
Akureyringar verja 7,68% af sínum ráðstöfunartekjum í jólagjafir, meðan íbúar í Norðurþingi verja aðeins stærri hluta sinna tekna í að gleðja náunga sinn eða 7,83%.
Lögreglan á Norðurlandi eystra sendi frá sér viðvörun til okkar sem hér búum vegna hvassveðurs sem búast má við að skelli á hér á okkar slóðum eftir sólarhring og ef spár rætast mun veðrið ekki ganga niður fyrr en um miðjan jóladag!
Eða eins og segir í áðurnefndri viðvörun:
Öll skip Samherja eru komin í land og áhafnirnar komnar í jólaleyfi.
Flest skipin liggja við bryggju á Dalvík en einnig á Akureyri og í Hafnarfirði. Eins og meðfylgjandi myndir sýna eru öll skipin vel skreytt í tilefni jólanna. Myndirnar voru teknar um helgina.
Síðasta skipið í land var Kaldbakur EA, sem landaði á Dalvík í gær.
Ísfisktogarar félagsins fara svo í stutta túra milli jóla- og nýárs til að sjá vinnslum félagsins á Dalvík og Akureyri fyrir hráefni í byrjun nýs árs.
Björg EA 7 við ÚA bryggjuna á Akureyri Kaldbakur EA 1 við bryggju á Dalvík. Harðbakur EA 3 við bryggju á Dalvík.
Vilhelm Þorsteinsson við bryggju á Akureyri / mynd: Axel Þórhallsson.
www.samherji.is sagði fyrst frá
Jólasveinarnir í Dimmuborgum hefja aðventuna á sérstakan hátt á hverju ári með skipulögðu jólabaði í Jarðböðunum við Mývatn. Viðburðurinn fer fram fyrsta laugardag í desember og er orðinn fastur liður í jólahaldi á svæðinu. Þeir sem vilja fylgjast með eða taka þátt þurfa að panta miða sérstaklega, því þetta er skipulagt og tímastillt bað sem hefst klukkan 16.