Samstarfsnefnd um ferlimál fatlaðra á Akureyri telur að bæta verði aðgengi að Heilsugæslustöðinni með eftirfarandi aðgerðum: Setja
stæði fyrir fatlaða í göngugötu, tryggja aðgengi með skábraut inn í húsið frá sömu götu og skipta um lyftu
í húsnæði stofnunarinnar, enda er hún fyrir löngu úr sér gengin.
Ábendingunni verður komið til Fasteignaskrifstofu heilbrigðisráðuneytis, Heilsugæslustöðvarinnar á Akureyri, framkvæmdaráðs og
bæjarráðs.