Bæklingurinn er notaður við fuglaskoðun og þar er hægt að tengja saman mynd og nafn fuglsins. Til að gera þetta enn skemmtilegra hefur verið útbúinn leikur í kringum þetta. Hann er þannig að fólk fær sér bækling, fer út í náttúruna og merkir við alla þá fugla sem það sér. Skilar síðan afrifu til okkar í safnið með nafni og heimilisfangi. Vikulega er svo dregið út nafn sem fær bókina "Leiðsögn um Mývatn og Mývatnssveit" eftir Helga Guðmundsson í vinning. Það er Forlagið sem gefur þessa vinninga. Í haust verður svo dregin út 1 veglegur vinningur og verða þá allir í pottinum. Nöfn vinningshafana verður hægt að sjá á heimasíðu safnsins http://www.fuglasafn.is/ Með þessu framtaki vill Fuglasafn Sigurgeirs efla áhuga almennings á fuglum og heilbrigðri útiveru. Þetta áhugamál stuðlar einnig að því að við berum meiri virðingu fyrir náttúrunni og því sem í henni er. Með bættri umgengni verður lírfíkið fjölbreyttara og skemmtilegra í kringum okkur.