Bæjarstjórn samþykkir brunavarnaáætlun slökkviliðsins

Bæjarstjórn Akureyrar samþykkti brunavarnaáætlun Slökkviliðs Akureyrar á fundi sínum í gær með 10 atkvæðum, gegn atkvæði Odds Helga Halldórssonar. Oddur lét bóka að hann væri alfarið á móti færslu slökkvistöðvar fram á flugvöll.
       
 

Ennfremur segir í bókun Odds: "Ég er mjög ánægður með framlagða brunavarnaáætlun og er henni samþykkur að öllu leyti nema þar sem stendur í framkvæmdaáætlun fyrir 2011 að unnið skuli að sameiginlegri slökkvistöð við norðurenda flugbrautar."

Nýjast