Eins og fram kom í viðtali við Maríu Sigurðardóttur leikhússtjóra LA í Vikudegi nýlega, var síðasta leikár mjög gott og m.a. sett áhorfendamet en um 35 þúsund gestir sáu sýningar félagsins. Hins vegar hafi komið í ljós að sú áætlun sem gerð var í upphafi leikárs hafi ekki gengið eins vel og ráð var fyrir gert. „Staðan er alls ekki slæm, en vissulega hefðum við viljað að hún væri aðeins betri eftir síðasta leikár," sagði María.