Sigurður Guðmundsson A-lista lagði fram eftirfarandi bókun á fundi bæjarráðs: "Bæjarlistinn telur afgreiðsluna og forsögu hennar bera vott um arfaslaka stjórnsýslu. Það sé með öllu ótækt að lofa fé til kaupa á björgunarbáti án aðkomu nefnda eða bæjarráðs. Verkefnið er þarft en afgreiðslan afleit."