Bæjarráð Akureyrar og Sjóvá í verkefni um nágrannavörslu

Á fundi bæjarráðs Akureyrar í morgun var lagður fram tölvupóstur frá Fjólu Guðjónsdóttur f.h. Sjóvá, þar sem fram kemur að Sjóvá hafi áhuga á að afhenda íbúum Akureyrarbæjar svokallaðan verkfærakassa sem inniheldur leiðbeiningar um hvernig hefja á nágrannavörslu.  

Bæjarráð samþykkti á fundi sínum að taka þátt í verkefni um nágrannavörslu og tilnefndi Dagnýju Harðardóttur skrifstofustjóra Ráðhúss sem tengilið.  Jafnframt skal kynna verkefnið fyrir hverfisnefndum bæjarins. Oddur Helgi Halldórsson sat hjá við afgreiðslu málsins.

Nýjast