Enn fremur mun ríkislögreglustjóri og Landhelgisgæslan, í samvinnu við lögregluembættin, hafa samstarf um umferðareftirlit úr lofti með þyrlu en flogið verður yfir helstu þjóðvegum landsins. Tækjabúnaður verður meðferðis til eftirlits með hraðakstri ökutækja. Þá munu lögreglumenn úr sérsveit ríkislögreglustjóra verða með lögregluliðunum í Vestmannaeyjum og á Akureyri um verslunarmannahelgina. Lögreglan óskar öllum góðrar verslunarmannahelgar og beinir því til þeirra sem hyggja á ferðalög að sýna tillitssemi og aðgát.