Aukatónleikar á Evróvisjón í Hofi á laugardag

Evróvisjón  á Akureyri fer alla leið þann 5. maí. Uppselt er á tónleikana í Hofi kl. 18:00 og aukatónleikar kl. 21:00 sama kvöld eru komnir í sölu. “Þetta verður  tólf stiga Evróvisjónpartý með lögum frá 1956 til dagsins í dag ásamt íslenska framlaginu í ár,” segja þau Friðrik Ómar og Regína Ósk sem stíga á stokk með Sinfóníuhljómsveit Norðurlands, í samstarfi við Tónlistarskólann á Akureyri, á laugardaginn ásamt þeim Gretu Salóme og Jónsa. Greta og Jónsi eru hæstánægð með að fá tækifæri til flytja lagið sitt í Hofi. “ Þetta er frábær æfing fyrir Aserbajdjan,” segir Greta. “Það er ekki hægt að klikka á þessu með 45 manna sinfóníuhljómsveit, 20 manna kór auk bakradda. Við hlökkum rosalega til.” Þetta kemur fram í fréttatilkynningu.

Nýjast