Auglýst verði eftir forstöðumanni íþróttamála

Á síðasta fundi íþróttaráðs Akureyrarbæjar voru lögð fram drög að starfslýsingu forstöðumanns íþróttamála. Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri kynnti tillögu meirihlutans að breytingu á starfi íþróttafulltrúa íþróttadeildar í starf forstöðumanns íþróttamála á samfélags- og mannréttindadeild. Meirihluti íþróttaráðs samþykkti drögin fyrir sitt leyti og lagði til að starf forstöðumanns íþróttamála verði auglýst sem fyrst.

Árni Óðinsson S-lista og Erlingur Kristjánsson B-lista sátu hjá við afgreiðslu. Kristinn Svanbergsson framkvæmdastjóri íþróttadeildar Akureyrarbæjar sagði upp störfum í haust og rann uppsagnarfrestur hans út um síðustu mánaðamót. Kristinn hefur verið framkvæmdastjóri íþróttadeildar í á tíunda ár.

 

Nýjast