Auglýst eftir tilboðum í loka- framkvæmdir við Giljaskóla

Fasteignir Akureyrarbæjar hafa auglýst eftir tilboðum í fullnaðarfrágang á Íþróttamiðstöðinni við Giljaskóla. Eins og fram hefur komið hefur verktakinn sem sá um framkvæmdirnar sagt sig frá verkinu. Auglýst er eftir tilboðum í lokafrágang á íþróttahúsi sem mun hýsa fimleika og leikfimikennslu.  

Brúttóstærð byggingar er ríflega 2.700 fermetrar. Verkframkvæmdin er um það bil hálfnuð. Það sem er eftir er uppsetning á þaki á íþróttasal, gluggaísetning og glerjun, hurðaísetning, frágangur á húsi að utan og innan og frágangur á lóð. Verkinu skal lokið 15. júlí á næsta ári.

Nýjast