Aðstoðarskólastjóri mun gegna stöðunni út skólaárið að sögn Árna Bjarnasonar sveitarstjóra en hann vonast þó til að nýr skólastjóri muni að einhverju leyti geta tekið þátt í nauðsynlegum undirbúningi vegna næsta skólaárs. Árni vonast til að nýr skólastjóri verði ráðinn fljótlega eftir páska og á ekki von á öðru en að þó nokkuð margar umsóknir muni berast um stöðuna.