Auglýst eftir skólastjóra í Valsárskóla

Staða skólastjóra í Valsárskóla í Svalbarðsstrandarhreppi hefur verið auglýst laus til umsóknar og rennur umsóknarfrestur út um næstu mánaðamót. Aðstoðarskólastjóri hefur gengt stöðunni frá því í desember sl. þegar skólastjórinn lét af störfum en hann er í veikindaleyfi.   

Aðstoðarskólastjóri mun gegna stöðunni út skólaárið að sögn Árna Bjarnasonar sveitarstjóra en hann vonast þó til að nýr skólastjóri muni að einhverju leyti  geta tekið þátt í nauðsynlegum undirbúningi vegna næsta skólaárs.  Árni vonast til að nýr skólastjóri verði ráðinn fljótlega eftir páska og á ekki von á öðru en að þó nokkuð margar umsóknir muni berast um stöðuna.

Nýjast