„Ástandið er samt betra hérna en í t.d. Reykjavík og á Suðurnesjunum," segir Arnar Jóhannesson hjá Vinnumálastofnun Norðurlands eystra. „Þar fer atvinnuleysið alveg upp í tæplega 12 prósent, þannig að við getum þokkalega vel við unað miðað við þau svæði. Meðal atvinnuleysi á landinu er um átta prósent, hér á Akureyri er það 6,1 prósent, þannig að við erum undir meðallagi." Atvinnleysið á Akureyri á sama tíma í fyrra var 1, 7 prósent og því er um töluverða aukningu að ræða. Þrátt fyrir það segir Arnar að menn geti verið þokkalega sáttir.
„Sumarið var betra en margir reiknuðu með og minna var um atvinnuleysi t.d. hjá skólafólki en við bjuggumst við." Hann segir hinsvegar að langtímatvinnuleysi á svæðinu sé að aukast, þ.e.a.s þeir sem hafa verið atvinnulausir í sex mánuði eða lengur og sá hópur fari ört stækkandi. Arnar segir ennfremur að búast megi við þungum vetri. „Við búumst við erfiðum vetri en þó eru reyndar fyrirtæki eins og Becromal að opna stóran vinnustað sem kemur á mjög góðum tíma. Þannig að það eru líka góðir hlutir að gerast," segir Arnar.