18. febrúar, 2009 - 19:29
Íþróttaráð hefur samþykkt að veita Akureyringum sem skráðir eru að fullu sem atvinnuleitendur, frían aðgang í sundlaugar
Akureyrarbæjar. Tilboð þetta gildir alla virka daga frá kl. 09:00 til 14:00 tímabilið 1. mars til 15. maí 2009. Hugmyndin um að bjóða
atvinnulausum frítt í sund kom frá ASÍ.
Jónatan Magnússon starfsmaður átaksverkefnisins Hreyfing og útivist á Akureyri, mætti einnig á fund íþróttaráðs
og kynnti stöðu þess. Íþróttaráð fagnar því hversu vel verkefnið hefur gengið.