Atvinnuleysi meðal íbúa hreppsins var óþekkt fyrir bankahrun í október síðastliðnum. "Við erum aðskoða hvaða möguleikar eru uppi í stöðunni og þá helst hvort unnt verði að koma af stað einhvers konar átaksverkefnum á sviði umhverfismála," segir Árni. Hann segir að staðan hjá stærsta vinnuveitanda hreppsins, Kjarnafæði sé óbreytt eftir því sem hann best vissi og hið sama megi segi í opinbera geiranum. Einkum er það ungt fólk í hreppnum sem er án atvinnu nú.