“Atvinna fyrir alla” eru kjörorð dagsins á Akureyri 1. maí

Stéttarfélögin á Akureyri standa fyrir dagskrá á frídegi verkalýðsins á morgun föstudag, 1. maí. Lagt verður upp í kröfugöngu við undirleik Lúðrasveitar Akureyrar kl. 14:00. Göngufólk safnast saman við Alþýðuhúsið kl. 13.30, þar sem happdrættismiðar verða afhentir göngufólki.  

Að lokinni kröfugöngu verður eftirfarandi hátíðardagskrá í Sjallanum:

Ávarp 1. maínefndar stéttarfélaganna

Björn Snæbjörnsson, formaður Einingar-Iðju

Ávarp: Starfsendurhæfingarsjóður

Elsa Sigmundsdóttir, ráðgjafi sjóðsins í Eyjafirði

Aðalræða dagsins

Sigurður Bessason, formaður Eflingar stéttarfélags

Skemmtidagskrá, kaffiveitingar og dregið í happdrættinu:

- Kristján Edelstein og Pétur Hallgrímsson

- Æskulýðskór Glerárkirkju undir stjórn Ástu Magnúsdóttur

- Big-band Tónlistarskólans á Akureyri

- Atriði frá Freyvangsleikhúsinu

"ATVINNA FYRIR ALLA" - eru kjörorð dagsins.

Nýjast