Atli gerði þriggja ára samning við KR

Atli Sigurjónsson í leik með Þór gegn KR í sumar. Atli mun leika áfram í Pepsi-deildinni næsta sumar…
Atli Sigurjónsson í leik með Þór gegn KR í sumar. Atli mun leika áfram í Pepsi-deildinni næsta sumar, nú í búningi KR.

Knattspyrnumaðurinn Atli Sigurjónsson hefur skrifað undir þriggja ára samning við Íslands-og bikarmeistara KR. Atli mun því yfirgefa uppeldisfélag sitt Þór en hann hefur verið lykilmaður á miðju liðsins undanfarin ár. Þór féll sem kunnugt er úr Pepsi-deildinni í sumar eftir eins árs dvöl meðal þeirra bestu. Atli er þriðji leikmaðurinn sem gengur í raðir KR-inga eftir sumarið en hinir eru Haukur Heiðar Hauksson, sem kom frá KA, og Þorsteinn Már Ragnarsson sem kom frá Víkingi Ólafsvík.

Atli, sem er tvítugur að aldri, spilaði sína fyrstu tvo U21 árs landsleiki í sumar og á einnig landsleiki að baki með U19 ára liðinu.

Nýjast