Korthafar fá 20-25% afslátt af almennu miðaverði og njóta einnig ýmissa fríðinda og sérkjara, t.d. sértilboð á valda viðburði í Hofi og Græna hattinum, sértilboð hjá Hrím hönnunarhúsi og 1862 Nordic Bistro. Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Hofs segir í fréttatilkynningu, að móttökurnar við þessari nýjung hafi verið framar vonum. „Við ákváðum að taka skrefið núna á öðru starfsárinu, við fengum fjölmargar fyrirspurnir frá gestum hússins í fyrra um áskriftakortasölu og ákváðum að bregðast við því núna. Kortasalan fór mjög vel af stað og það er greinilegt að gestir kunna að meta þessa nýjung."