Handboltamaðurinn Ásgeir Jónsson hefur gengið frá samningi við Akureyri fyrir næstu leiktíð en Ásgeir undirritaði samningin sl. föstudag. Eins og Vikudagur hefur greint frá því náðist samkomulag milli Ásgeirs og Akureyrar í vor.
Ásgeir, sem er línumaður, æfði með Akureyrarliðinu í vikunni en hann skoraði 30 mörk í N1 deildinni síðasta vetur
fyrir lið Aftureldingar auk þess sem hann er afar öflugur varnarmaður.