Arnar nýr aðstoðarmaður iðnaðarráðherra

Arnar Guðmundsson hefur verið ráðinn aðstoðarmaður Katrínar Júlíusdóttur iðnaðarráðherra. Arnar hefur starfað í Hagfræðideild Landsbankans, hjá Fjárfestingarstofunni og Útflutningsráði Íslands, Aflvaka hf. atvinnuþróunarfélagi Reykjavíkur og sem upplýsingafulltrúi, ritstjóri og blaðamaður, m.a. hjá Alþýðusambandi Íslands.  

Arnar er 43 ára og er með meistaragráðu í menningarfræðum frá Birmingham háskóla 1994  og BA í fjölmiðlafræði og bókmenntum frá HÍ. Arnar er í sambúð með Guðrúnu Katrínu Bryndísardóttur og eiga þau  tvær dætur.

Nýjast