Ármann Pétur Ævarsson leikmaður Þórs er tæpur fyrir leikinn gegn KR á fimmtudaginn kemur á Þórsvelli í Pepsi- deild karla í knattspyrnu.
Ármann meiddist á öxl í bikarleiknum á laugardaginn var og óttast var í fyrstu að hann væri brotinn en einungis er um tognun að ræða.
Þá er ljóst að Skúli Jón Friðgeirsson verður ekki með KR í leiknum vegna leikbanns og einnig er ólíklegt að Bjarni Guðjónsson spili með KR-liðinu vegna meiðsla.