Prestar hennar þjóna fyrir altari en dr. Einar Sigurbjörnsson, prófessor, prédikar. Kór Akureyrarkirkju og Stúlknakór Akureyrarkirkju syngja undir stjórn Eyþórs Inga Jónssonar. Einsöngvarar eru þær Björg Þórhallsdóttir og Elvý Hreinsdóttir. Á þessum kirkjudegi er minnst 40 ára vígsluafmælis sr. Þórhalls heitins Höskuldssonar. Í tilefni þess verður kirkjunni afhent vegleg gjöf, veggteppi, sem Þóra Steinunn Gísladóttir, ekkja sr. Þórhalls, gerði. Teppið er saumað eftir ábreiðu frá Hólum í Hjaltadal. Hún er frá 17. öld og er varðveitt á Þjóðminjasafni Íslands. Teppið verður hengt upp í kapellu Akureyrarkirkju. Einnig verður stofnaður líknarsjóður í minningu sr. Þórhalls. Eftir messu verður kaffisala Kvenfélags Akureyrarkirkju í Safnaðarheimilinu og sala á lukkupökkum.