28. nóvember, 2008 - 14:49
Undanfarin 2 ár hefur farið fram söfnun á Glerártorgi á jólapökkum fyrir Mæðrastyrksnefnd Akureyrar, undir yfirskriftinni: "Gefum gjöf
sem gleður". Þetta árið verður engin breyting á og hefst söfnunin miðvikudaginn 3. desember og stendur til 23. desember.
Söfnun fer þannig fram, að fólk pakkar inn gjöf, merkir hana strák eða stelpu og aldur barns sem á að fá pakkann. Pakkinn er settur undir
jólatré á Glerártorgi og verður þeim svo dreift af Mæðrastyrsknefnd til fjölskyldna sem til nefndarinnar leita fyrir jólin.