Árleg Grenivíkurgleði í fullum gangi

Hin árlega Grenivíkurgleði hófst á tjaldstæðinu á Grenivík í gær og verður fram haldið þar og víðar í bænum í dag, laugardag. Grenivíkurgleðin er fjölskylduskemmtun sem ætluð er íbúum Grýtubakkahrepps, ættingjum, vinum og vandamönnum. Í ár er gleðin haldin í sjötta sinn og er hún í sífelldri þróun.  

Í dag og á morgun sunnudag frá kl. 13-17 verður Sögufélag Grýtubakkahrepps  með ljósmyndasýninguna „Tvö og tvö" í Grenivíkurskóla. Kl. 14 í dag fer fram hörkuleikur á Grenivíkurvelli þegar Magni og ÍH/HV mætast í 2. deildinni og þurfa heimamenn á öflugum stuðningi að halda, enda staða þeirra í deildinni ekkert allt og góð. Fyrir börnin verða grillaðar pylsur í boði Jónsabúðar og  Vífilfell býður upp á drykki frá kl. 14-17. Andlitsmálun, hoppukastalar og Tívolínammið  verður á sínum stað. Frá kl. 16-17 verður gamaldags skúrball  í Útgerðarminjasafninu í  Hlíðarenda. Kl. 18 hefst grillundirbúningur á tjaldstæðinu og í  kvöld verður þar fjölbreytt skemmtun.

Nýjast