Andrésar andar leikarnir á skíðum verða settir í kvöld í 34. sinn í Íþróttahöllinni við hátíðlega athöfn. Leikarnir verða settir kl.20:30 en fyrir hana, eða kl.20:00 fer skrúðganga keppenda af stað frá KA-heimilinu. Hvorki fleiri né færri en 792 keppendur eru skráðir til leiks að þessu sinni, mikill meirihluti þeirra eða 690 krakkar alls keppa í alpagreinum en 102 keppa í skíðagöngu. Aldre hafa fleiri keppendur verið skráðir til leiks og er áætlað að um 2200 manns séu í bænum í heild í tengslum við leikjanna því krökkunum fylgja fjölmargir fararstjórar, þjálfarar og foreldrar.
Leikarnir að venju langfjölmennasta skíðamótið sem fram fer hérlendis á ár hvert. Fremsta skíðakona Íslands síðustu ár, Dagný Linda Kristjánsdóttir úr SKA setur leikana í kvöld og er Ragnar Gamalíel Sigurgeirsson 12 ára skíðagöngumaður frá Akureyri mun tendra eldinn sem logar á meðan leikarnir eru í gangi.
Allir eru að venju velkomnir á setningu leikanna og hvetur móttstjórn leikanna sem flesta til að mæta.