Ammoníaksleki á Grenivík

Ammoníakleki kom upp í togaranum Frosta sem liggur við bryggju á Grenivík. Þar var unnið að viðhaldi. Tilkynning barst  um kl. 18:30 í gærkvöldi. Slökkvilið Akureyrar og Slökkvilið Grenivíkur fóru á staðinn. 
Einn maður var um borð en komst hann heilu og höldnu frá borði.  Ammoníakslykt berst yfir þorpið á Grenivík en reynt er að lágmarka mengun með því að fella niður ammoníaksgufur með vatnsúða. Gengið var í hús í bænum til að kanna hvort einhver hefði orðið fyrir áhrifum en allir virtust hafa sloppið vel.

Nýjast