Á stjórnarfundi hvalaskoðunarfyrirtækisins Ambassador var ákveðið að halda markvissri uppbyggingu félagsins á Akureyri áfram. Vegna aukinna umsvifa var tekin ákvörðun um að kaupa annan hvalaskoðunarbát og hefja rekstur hans næsta vor. Til viðbótar tók stjórn félagsins ákvörðun um færa sig inná nýjan markað í sjótengdri afþreyingu með kaupum á RIB bátum og hefja rekstur þeirra næsta vor.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Ambassador. Þar segir ennfremur að fyrirtækið hafi átt mjög gott samstarf við bæjar og hafnaryfirvöld á Akureyri um framtíðaruppbyggingu sjótengdrar afþreyingar á Akureyri.