Tónlistarskólinn kom ekki beint að verkefninu en stjórn skólans hefur fengið sérlega góð viðbrögð við því frá sínum nemendum sem tóku þátt og foreldrum þeirra. Verkefnið sýnir að mati stjórnar skólans skilning bæjarstjórnar á mikilvægi atvinnusköpunar innan hinna skapandi greina og fagnar því að bæjarstjórn Akureyrar leggi metnað sinn í að viðurkenna og styðja við hæfileika ungs athafnafólks.