Hátíðarhöldin á 17. júní á Akureyri gengu mjög vel í alla staði að sögn Ólafs Ásgeirssonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns hjá Lögreglunni á Akureyri. Mikil þátttaka var í hátíðarhöldunum þrátt fyrir að veðurguðirnir hafi ekki skartað sínu fegursta þann daginn.
Þá var einnig friðsamlegt í miðbænum aðfaranótt 17. júní, töluverður erill var í bænum en lítið var um óspektir og var einna helst að menn voru teknir fyrir of hraðan akstur fyrr um kvöldið og eitthvað var um að bílar væri númeralausir að framan. Að öðru leyti voru gestirnir til sóma. Búist er við að fjöldi manns fari að streyma í bæinn, bæði í dag og á morgun.