Alls bárust 34 umsóknir um stöðu ráðgjafa hjá nýrri starfsstöð umboðsmanns skuldara á Akureyri. Langflestir umsækjendurnir eru frá Akureyri en einnig frá Reykjanesbæ, Kópavogi, Reykjavík og Garðabæ. Ekki liggur enn fyrir hvenær starfstöðin opnar á Akureyri en það ræðst m.a. af því hver verður ráðinn í stöðu ráðgjafa og þá hvenær viðkomandi getur hafið störf.
Þá er heldur ekki ljóst á þessari stundu hvar starfsstöðin verður til húsa en tveir möguleikar munu vera til skoðunar.