Einnig munu félagar í Nökkva kynna siglinganámskeið sumarsins, ýmislegt af því sem félagið hefur upp á að bjóða fyrir bæjarbúa og keppnisróðrarbúnað sem bæjarbúum stendur til boða að kynnast í sumar. Bátar félagsins verða til sýnis á Glerártorgi og einnig fer fram kynning á Bátasmiðju Nökkva sem starfrækt hefur verið síðan í janúar sl.