18. febrúar, 2017 - 08:57
Bætt hefur í snjóinn í Hlíðarfjalli og eru allar helstu lyfturnar opnar. Mynd/Þröstur Ernir
Opið er í Hlíðarfjalli í dag frá kl. 10 -16. Klukkan níu í morgun var eins stigs frost og logn í fjallinu. Í tilkynningu segir að snjóað hafi í nótt og færðin er troðinn þurr snjór.
Allar helstu lyftur verða opnar, Töfrateppi, Auður, Hólabraut, Fjarkinn og Strompur sem og þessar helstu skíðaleiðir ásamt Brettagarði og göngubraut 1,2 og 3,5 km. Þá er Skíða- og snjóbrettaskólinn á sínum stað kl. 10 – 12 eða 10 – 14. Klukkan 13 mun Slysavarnarfélagið Landsbjörg afhenda Hlíðarfjalli snjófljóðaýla check-point þar sem fjallaskíðafólk getur kannað hvort snjófljóðaýlirinn sé í lagi eður ei.
"Við stefnum á að hafa opið á morgun, sunnudag kl. 10 – 16 og enn er hægt að skrá sig í skíða- og snjóbrettaskólann á morgun," segir í tilkynningu.