Álftagerðisbræður á Græna Hattinum í kvöld

Álftagerðisbræður munu halda sína fyrstu tónleika á Græna Hattinum á Akureyri í kvöld. Þeir Sigfús, Gísli, Óskar og Pétur Péturssynir munu væntanlega taka sín þekktustu lög og hefjast tónleikarnir kl. 21.00 en húsið opnar kl. 20.00. 

Forsala á tónleikana er í Eymundsson í Hafnarstræti og er miðaverð 2000 kr. Þess má geta að allir viðburðir á Græna Hattinum um síðustu helgi seldust upp í forsölu og er því vissara að vera tímanlega að tryggja sér miða á bræðurna skagfirsku.

Nýjast