Mikil aukning er á svartfugli, lunda og álftum í Grímsey og segir Sigurður þessar fuglategundir vera í stöðugri sókn. „Það er nóg æti fyrir þessa fugla og þess vegna stafar þessi aukning. Hins vegar er minna af kríunni núna en undanfarið. Það skýrist náttúrlega bara af veðrinu," segir hann. Sigurður segir veðurfar í Grímsey hafa verið skelfilegt síðan um miðjan maí og mannlífið litast af því. Það sé hins vegar að rofa til núna með batnandi veðri.
„Þetta er allt að glæðast og ferðamenn sem og gamlir Grímseyingar eru farnir að láta sjá sig. Það er því lifna vel yfir mannlífinu hérna hjá okkur Grímseyingum eftir mjög dapurt vor," segir Sigurður.