Árið á undan, 2007 voru 103 greftranir hjá Kirkjugörðum Akureyrar, 93 á Höfðanum og 10 í Lögmannshlíð, en það er svipaður fjöldi og verið hefur á umliðnum árum. Heldur fleiri greftranir eru þó síðastliðin tvö ár í Lögmannshlíð en verið hefur árin á undan. Árið 2006 voru greftranir 108 og 116 árið 2005.
Þá vekur það athygli að duftker voru fleiri en nokkru sinni eða 6 talsins á liðnu ári. Að jafnaði hafa einungis verið 1 - 2 duftker á ári sem er rétt um 1% af greftrunum. Nú voru þau töluvert fleiri, en fjöldi duftkerja á höfuðborgasvæðinu er að jafnaði 20-25% af heildarfjölda greftrana. Hlutfallið hefur verið svipað nyrðra síðastliðna einn til tvo áratugi, eða um 1% af greftrunum.