Álagningarprósenta útsvars í hámarki í Eyjafjarðarsveit

Álagningarprósenta útsvars í Eyjafjarðarsveit verður í hámarki í ár, eða 13,28% í stað 13,03% eins og áður hafði verið samþykkt við afgreiðlslu fjárhagsáætlunar. Þetta var samþykkt á fundi sveitarstjórnar í vikunni en við afgreiðslu fjárhagsáætlunar fyrir árið 2009 sem fram fór 12. desember sl. lá ekki fyrir heimild í lögum um hækkun útsvars vegna ársins 2009.  

Í bókun frá fundi sveitarstjórnar í vikunni kemur jafnframt fram að verði niðurstaðan sú að tekjuafgangur verði meiri en áætlun gerði ráð fyrir muni hann verða nýttur til útgjaldaauka.

Nýjast