Akureyringar unnu örugglega á Seltjarnarnesi

Hörður Fannar Sigþórsson skoraði fjögur mörk fyrir lið Akureyrar í kvöld.
Hörður Fannar Sigþórsson skoraði fjögur mörk fyrir lið Akureyrar í kvöld.

Akureyringar lögðu Gróttu að velli, 28-19, á Seltjarnarnesi í kvöld í N1-deild karla í handknattleik. Norðanmenn höfðu fjögurra marka forystu í hálfleik, 13-9. Bjarni Fritzson skoraði tólf mörk í liði Akureyrar í kvöld, Hörður Fannar Sigþórsson skoraði fjögur mörk og þeir Bergvin Þór Gíslason, Oddur Gretarsson og Geir Guðmundsson þrjú mörk hver. Hjá Gróttu var Jóhann Gísli Jóhannsson markahæstur með fimm mörk og Benedikt Kristinsson kom næstur með þrjú mörk. Sveinbjörn Pétursson varði sautján skot í marki Akureyrar og Stefán Guðnason eitt, en í marki Gróttu varði Lárus Helgi Ólafsson sextán skot og Kristján Ingi Kristjánsson tvö skot.

Með sigrinum fer Akureyri í sextán sig í deildinni en Grótta hefur áfram eitt stig á botninum.

Nýjast