Hjartað hefur slegið daglega frá því klukkan 17.00 laugardaginn 23. nóvember 2008 en þá höfðu starfsmenn Rafeyrar lagt mjög
mikla vinnu á sig við að reikna út GPS punkta og koma fyrir mörg hundrað metra langri rafmagnsleiðslu, staurum og fjöldanum öllum af ljósaperum svo
að þetta gæti orðið að veruleika. Til að þakka starfsmönnum Rafeyrar fyrir þetta frábæra framtak sem hefur hlýjað
mörgum um hjartarætur ætla bæjarbúar á Akureyri að fjölmenna við Minjasafnið á Akureyri á sumardaginn fyrsta þar sem
börn, unglingar, foreldrar, ömmu og afar og allir sem vettlingi geta valdið munu mynda hjarta á flötinni fyrir framan safnið. Sigrún Björk
Jakobsdóttir bæjarstjóri er ein þeirra sem tekur þátt í að búa til hjartað og mun einnig færa Rafeyrarmönnum gjöf
fulla af hjartans þökkum sem bæjarbúar geta tekið þátt í að skapa á staðnum.
Fólk er hvatt til að fjölmenna á Minjasafnið, taka þátt í barnaskemmtun safnsins sem haldin er samkvæmt venju á sumardaginn fyrsta og
stendur frá klukkan 14-16 og síðast en ekki síst að vera mætt klukkan 14.30 til að taka þátt í að færa starfsmönnum
Rafeyrar hjartans þakkir með þessum skemmtilega gjörningi.