Akureyri og FH mætast í úrslitaleik í 2. flokki

Í kvöld, fimmtudagskvöld tekur 2. flokkur Akureyrar Handboltafélags á móti FH-ingum í Íþróttahöllinni kl. 20:00. Um er að ræða síðari úrslitaleik liðanna  um Íslandsmeistaratitilinn en sá fyrri fór fram í Hafnarfirði á sunnudag og lauk honum með sigri FH 36-30. Akureyri þarf sex marka sigur á heimavelli svo lengi sem FH skorar ekki meira en 30 mörk til að verða Íslandsmeistari. Skori FH meira en 30 mark þarf Akureyri að vinna með sjö marka mun.

Þrátt fyrir erfitt verkefni er engin uppgjafartónn í liðið Akureyrar að sögn Geirs Kristinns Aðalsteinssonar, þjálfara strákanna. „Nei strákarnir geta hreinlega ekki beðið eftir þessum leik. Það er engin uppgjafartónn í okkur og það kemur einfaldlega ekki annað til greina en að vinna þennan bikar. Ég hef sjálfur fulla trú á því að okkur takist að landa titlinum. Staðan er langt því frá að vera vonlaus og með góðum stuðningi áhorfenda er allt hægt,” sagði Geir.

Akureyri varð á dögunum deildarmeistari en FH-ingar enduðu í þriðja sæti deildarinnar. Liðin hafa mæst þrívegis í vetur, tvisvar í Hafnarfirði og einu sinni á Akureyri og í öllum tilvikum hafa heimasigrar unnist. Allar líkur eru því á hörku leik á fimmtudag, aðgangur er ókeypis á leikinn og óhætt að hvetja fólk til að mæta og kvetja strákana til dáða.

Nýjast