Í hádeginu í dag var birt spá formanna, fyrirliða og þjálfara liðanna í N1- deildinni um gengi liðanna í vetur. Haukum er spáð Íslandsmeistaratitlinum í N1- deild karla en alls fengu þeir 215 stig en Akureyri Handboltafélagi er spáð fjórða sætinu með 183 stig.
Spáin lítur þannig út:
1. Haukar 215 stig
2. FH 200 stig
3. Valur 198 stig
4. Akureyri 183 stig
5. Fram 150 stig
6. HK 123 stig
7. Stjarnan 90 stig
8. Grótta 89 stig
Þá var einnig spáð í N1- deild kvenna og þar er Fram efst á lista með 253 stig en KA/Þór er spáð áttunda sætinu 96 stig.
Spáin er eftirfarandi:
1. Fram 253 stig
2. Stjarnan 247 stig
3. Valur 213 stig
4. Haukar 201 stig
5. Fylkir 160 stig
6. FH 127 stig
7. HK 102 stig
8. KA/Þór 96 stig
9. Víkingur 59 stig