Akureyri handboltafélag og leikmenn þess rökuðu að sér viðurkenningum

Akureyri Handboltafélag rakaði heldur betur að sér verðlaunum á þegar veittar voru viðurkenningar fyrir fyrstu sjö umferðir Íslandsmótsins í handbolta karla í gær.

Hafþór Einarsson var valinn besti markvörðurinn og Oddur Gretarsson besti hægri hornamaðurinn. Akureyri Handboltafélag fékk síðan viðurkenningu fyrir að vera með bestu umgjörð á heimaleikjum sínum fyrir fyrstu sjö umferðirnar.

Óhætt er að segja að þeir Hafþór og Oddur séu vel að viðurkenningum sínum komnir, Hafþór varði yfir 20 skot í flestum leikjum og Oddur fór mikinn í horninum og hreinlega raðaði inn mörkum. 

Þá var umgjörðin hjá félaginu algjörlega til fyrirmyndar í heimaleikjum liðsins og má nefna að Karlakór Akureyrar Geysir hitaði upp fyrir síðasta heimaleik sem yfir 1000 manns sóttu.

Nýjast