Akureyri dæmdur sigur gegn Fjölni

Akureyri Handboltafélag er komið í 16- liða úrslit Eimsbikarkeppni karla í handbolta, án þess þó að hafa nokkuð fyrir því. Þannig er mál með vexti að Akureyri dróst gegn Fjölni í 32- liða úrslitum bikarsins, en lið Fjölnis dró sig út úr keppninni á dögunum. Akureyri var því dæmdur einkar þægilegur 10:0 sigur í viðureigninni.

Nýjast