Akureyrarvaka er bæjarhátíð sem haldin er í kringum afmæli Akureyrarbæjar og markar jafnframt lok Listasumarsins. Dagskrá Akureyrarvöku hefur aldrei verið viðameiri en hátt í 100 viðburðir eru þegar komnir á dagskrá, sem enn er að stækka. Eitt af því sem einkennir Akureyrarvöku í ár er eyfirsk hönnun og munu bæði fag- og áhugaaðilar sýna afurðir sínar vítt og breitt um miðbæ Akureyrar á laugardagskvöld. Dagskrána í heild sinni er að finna á vefnum http://www.visitakureyri.is/