Stórar og tignarlegar flugvélar hafa sveimað um Eyjarfjörðinn undanfarna daga þar sem þær hafa svo lent á Akureyrarflugvelli. Vélar þessar eru bandarískar flutningarvélar frá flughernum af gerðinni C- 17. Koma vélanna til Akureyrar tengjast undirbúningi vegna loftrýmisgæslu Atlantshafsbandalagsins á Íslandi sem hefst nk. fimmtudag.
Til stendur að nota Akureyrarflugvöll sem varavöll við gæsluna. Ekki er reiknað með að orrustuþotur bandaríkjahers lendi á flugvellinum en aðflugsæfingar eru fyrirhugaðar dagana 8. og 9. ágúst næstkomandi.